
Við setjum upp snjallkerfi (t.d. Free@home frá Busch-Jaeger) sem geir þér kleift að stýra heimilinu með snjalltæki eða hnappi– ljós, hiti, heitur pottur, gardínur o.fl. Við sjáum um uppsetningu, frágang og forritun – skilvirkt, hagkvæmt og notendavænt kerfi. Tökum að okkur uppsetningu, frágang og forritun á hússtjórnunarkerfum. Mælum með free@home frá busch-jaeger sem er hagkvæmt, skilvirkt og notendavænt.

Við bjóðum hönnun á lýsingu og raflögnum, rafteikningar og faglega ráðgjöf – hvort sem þú ert að byggja, breyta eða endurnýja.

Við setjum upp viðurkennd brunakerfi – frá einföldum heimiliskerfum til flókinna addressukerfa fyrir stærri byggingar.

Við veitum ráðgjöf og heildaruppsetningu þjófavarnakerfa sem eru sniðin að þínum þörfum – bæði einföld og flókin kerfi.

Uppsetning nýrra kerfa og viðgerðir á eldri búnaði – bæði fyrir heimili og fyrirtæki.

Heildaruppsetning ljósleiðara – frá inntaki til beinis, ásamt þráðlausum sendum og snjallbúnaði.


- Yfir 20 ára reynsla.
- Löggiltur rafverktaki.
- Sanngjörn og heiðarleg verðlagning.
- Ókeypis kostnaðarmat.
- Þjálfaðir af kostgæfni í þjónustu við viðskiptavini.
- Persónuleg þjónusta byggð á reynslu, trausti og fagmennsku.